Um

Siggi Palli er fæddur 1968 í Reykjavík og er uppalinn þar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og sótti síðan ýmis námskeið í myndlist. Hann gekk í Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1990 til 1991 og tók síðan kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands vorið 1998. Siggi Palli hefur teiknað, litað og málað síðan hann man eftir sér. Áður vann hann mest vatnslitamyndir en hefur verið að prófa ýmsa tækni í gegnum tíðina. Undanfarin ár hefur hann mest unnið með akrýlmálningu á striga. Myndirnar segir hann að flokkist líklega helst undir popp/grafití-list. Hann notar mikið bjarta grunnliti og stóra fleti og vill að myndirnar sínar veki viðbrögð og athygli. Hann sækir hugmyndir sínar í fólkið úti á götu, veggjakrot úr ýmsum áttum og andstæður úr umhverfinu. Þessu blandar hann síðan öllu saman og reynir að ná heild í myndirnar. Því eru engar tvær myndir eins, hver mynd er sótt úr sinni áttinni og lifir sjálfstæðu lífi.